Sláturfélag Suðurlands svf. – Sveinn Rafn Eiðsson ráðinn í starf fjármálastjóra SS
Sveinn Rafn Eiðsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra félagsins. Sveinn Rafn tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi af Hjalta H. Hjaltasyni sem gengt hefur starfinu í 38 ár.
Sveinn Rafn er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.acc. gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hann er löggiltur endurskoðandi auk þess að hafa próf í verðbréfaviðskiptum.
Sveinn Rafn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu úr viðskiptalífinu. Hann kemur til SS frá Lagardére travel retail ehf. þar sem hann hefur gengt stöðu forstjóra. Áður hafði hann gengt stöðu fjármálastjóra hjá Icelease ehf. og Lagardére travel retail ehf. Þar á undan starfaði hann hjá Ernst & Young ehf.
Hjalti H. Hjaltason verður eftirmanni sínum til aðstoðar eins og þarf þegar hann kemur til starfa. Hjalti H. mun einnig taka að sér sérverkefni tengd fjármögnun og verkefni í búrekstrardeild félagsins.
Reykjavík, 25. mars 2025.
Sláturfélag Suðurlands svf.
Steinþór Skúlason, forstjóri – sími: 575 6000 – [email protected]