Tuesday, May 13, 2025
spot_img

Lánasjóður sveitarfélaga – Niðurstaða úr skuldabréfaútboði

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokkunum LSS 39 0303 og LSS151155 þann 12. maí 2025. Uppgjör viðskipta fer fram 15. maí 2025.

Alls bárust tilboð í LSS 39 0303 að nafnvirði ISK 900.000.000 á bilinu 3,64% – 3,75%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 800.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,73%. Útistandandi fyrir voru ISK 37.162.600.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 500.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 37.962.600.000.

Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 80.000.000 á bilinu 3,47% – 3,56%. Ákveðið var að afþakka öll tilboð. Heildarstærð flokksins er ISK 35.285.000.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 440.000.000).

 

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, [email protected] / s. 515 4949

Powered by SlickText.com

Hot this week

Topics

spot_img

Related Articles

Popular Categories

spot_img