Friday, February 28, 2025
spot_img

Lánasjóður sveitarfélaga – Ársreikningur 2024

Hagnaður ársins 2.070 milljónir króna

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 2.070 milljónum króna á árinu 2024 samanborið við 1.866 milljónir króna á árinu 2023. Hreinar vaxtatekjur í ár lækka um 4% á milli ára, sem rekja má til lægri verðbólgu.

Heildareignir sjóðsins í lok ársins voru 211 milljarðar króna en voru 200 milljarðar í árslok 2023 sem er aukning um 5%. Heildarútlán sjóðsins námu 200 milljörðum króna í lok ársins samanborið við 191 milljarða í árslok 2023.

Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu nam 13,9 milljörðum króna samanborið við 18,8 milljarð króna á árinu 2023.

Eigið fé nam 24,8 milljörðum króna en var 22,7 milljarðar í árslok 2023. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 361% með fullri mildun. Í árslok 2023 var hlutfallið 416%. Lánasjóðurinn nýtir sér mildunarákvæði við eiginfjárútreikninga vegna útlána til sveitarfélaga í íslenskum krónum sem eru með veð í tekjum sveitarfélaga.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2025 verði hluthöfum ekki greiddur út arður vegna afkomu ársins 2024 til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.

Rekstur ársins 2024 2023 2022 2021 2020
           
Hreinar vaxtatekjur……………………………… 1.499 1.559 1.251 686 803
Aðrar rekstrartekjur …………………………… 879 588 279 102 200
Almennur rekstrarkostnaður…………………. 308 282 270 252 220
Hagnaður ársins……………………………….. 2.070 1.866 1.260 536 783
           
Efnahagur 31. desember          
           
Handbært fé………………………………………. 558 846 2.863 788 4.349
Ríkisbréf og ríkisvíxlar…………………………. 7.435 5.988 7.334 7.210 3.031
Markaðsverðbréf………………………………… 2.762 2.442 265 167 448
Útlán og kröfur……………………………………. 200.021 190.762 170.229 159.876 135.722
Aðrar eignir………………………………………… 98 92 87 46 44
Eignir samtals…………………………………… 210.875 200.130 180.778 168.087 143.593
           
Verðbréfaútgáfa………………………………….. 182.957 174.170 158.290 146.577 122.529
Aðrar lántökur…………………………………….. 2.731 2.976 1.510 1.810 1.905
Aðrar skuldir og skuldbindingar…………….. 394 261 120 102 97
Skuldir samtals…………………………………. 180.082 177.407 159.920 148.490 124.532
           
Eigið fé…………………………………………….. 24.793 22.727 20.858 19.598 19.062
           
CAD- hlutfall m/hefðbundinni mildun……… 54% 53% 56% 56% 61%
CAD- hlutfall m/fullri mildun………………….. 361% 416% 537% 630% 454%
Vogunarhlutfall……………………………………. 12% 11% 12% 12% 13%


Framtíðarhorfur

Lánasjóður sveitarfélaga væntir þess að eftirspurn eftir útlánum verði svipuð í ár og var árið 2024.  Lánasjóðurinn mun starfa í grundvallaratriðum svipað og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og betri þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að uppfylla meginhlutverk hans.

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.

Attachments

  • Ársreikningur LS 2024
  • LS-2024-12-31-IS
  • LS – Afkomutilkynning vegna ársuppgjörs 2024

Powered by SlickText.com

Hot this week

DIAGNOS Announces Amendment to Convertible Debentures

BROSSARD, Quebec, Feb. 28, 2025 (GLOBE NEWSWIRE)...

Table Trac Announces Quarterly Dividend

MINNETONKA, Minn., Feb. 28, 2025 (GLOBE NEWSWIRE)...

Topics

spot_img

Related Articles

Popular Categories

spot_img