Hafnarfjarðarkaupstaður hefur lokið útboði í skuldabréfaflokknum HFJ 50 1
Heildartilboð í HFJ 50 1 voru samtals 2.100 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 3,85%-4,00%. Ákveðið var að taka tilboðum samtals að nafnvirði 1.200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,87%.
Þetta var fyrsta útboðið í skuldabréfaflokknum og er því heildarstærð flokksins 1.200 m.kr. að nafnvirði.
Nánari upplýsingar veitir:
Helga Benediktsdóttir
sviðsstjóri fjármálasviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar
netfang: [email protected]