Wednesday, February 26, 2025
spot_img

Iceland Seafood International hf: Samstæðureikningur ársins 2024

Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi var yfir afkomu spá eða 1.1 milljarður króna.  Mikill afkomubati frá fyrra ári. 

  • Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 66 milljörðum ISK (€443.2m) fyrir árið 2024 sem er 3% aukning frá 2023 
  • Rekstrartekjur á fjórða ársfjórðungi 2024 námu 19.3 milljörðum ISK: (€129.2m), sem er aukning um 16% frá sama ársfjórðungi 2023 
  • Framlegð 2024 hækkar um 1.0 milljarð ISK milli ára (€6.4m) 
  • Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi er 1.1 milljarður ISK (€7.4m) samanborinn við 101 milljón ISK (€0.7m) 2023 sem er aukning um 1.0 milljarð ISK (€6.7m) 
  • Hagnaður ársins eftir skatta er 414 milljónir ISK (€2.8m) samanborinn við 3 milljarða ISK tap (€20.3m) 2023 
  • Hagnaður á hlut fyrir árið 2024 er 0.14 ISK á hlut en 2023 var tap á hlut 1.1 ISK 
  • Heildareignir námu 36.4 milljörðum ISK (€253.9m), lækkun um 127 milljónir ISK (€0.9m) frá ársbyrjun. 
  • Eiginfjárhlutfall hækkaði í 30.0% frá 28.5% í lok árs 2023 
  • EBITDA fyrir árið 2024 er 2.6 milljarðar ISK (€18.0m), en var 1.6 milljarður ISK (€11.3m) á árinu 2023 
  • EBITDA af reglulegri starfsemi 2024 er 2.7 milljarðar ISK (€18.7m) en var 1.7 milljarður ISK (€11.7m) árið 2023 
  • Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi 2025 verður samkvæmt afkomuspá, 1.1 – 1.4 milljarðar ISK (€7.5m – €9.5m) 

Rekstrartekjur starfseminnar í Suður-Evrópu voru 9.1 milljarður ISK (€61.1m) á fjórða ársfjórðungi, sem er 6.5% aukning miðað við sama tímabil árið 2023. Heildarsala ársins var sambærileg við fyrra ár í verðmæti en dróst saman um 2% í magni. Hagnaður starfseminnar fyrir skatta nam 871 milljón ISK (€5.8m), sem er aukning um 766 milljónir ISK (€5.1m) frá árinu 2023. Sala Iberica Group lækkaði um 1% í verðmæti og 3% í magni.  Sala hjá Ahumados Domínguez jókst um 4.5% að verðmæti árið 2024 og 1% í magni. 

Rekstrartekjur starfseminnar í Norður-Evrópu voru 2.6 milljarðar ISK (€17.2m), sem er 13% aukning frá fjórða ársfjórðungi í fyrra. Heildarsala ársins 2024 jókst um 6% og nam 8.6 milljörðum ISK (€57.3m), frá 8.1 milljarði ISK (€54.2m) árið 2023. Verð á laxi var hærra en reiknað var með í byrjun árs og hélst hátt fram á annan ársfjórðung. Það hafði áhrif á rekstrarniðurstöðuna sem skapaði svipað óvissuástand og var á sama tíma árið áður. Verð á laxi jafnaðist út síðari hluta ársins. Hagnaður starfseminnar fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 229 milljónum ISK (€1.5m) samanborinn við 163 milljónir ISK (€1.1m) á fjórða ársfjórðungi 2023. Hagnaður ársins 2024 fyrir skatta var sambærilegur við árið 2023. 

Rekstrartekjur Sölu- og dreifingarhluta starfseminnar voru 8.0 milljarðar ISK (€53.6m) á fjórða ársfjórðungi, sem er 22% aukning frá sama ársfjórðungi 2023. Heildarsala ársins 2024 nam 27.0 milljörðum ISK (€181m), sem er 2% aukning samanborið við 26.5 milljarða ISK (€177.6m) árið 2023. Aukin eftirspurn og hækkandi verð á þorski og ýsu inn á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum voru lykillinn að góðum árangri auk þess sem batamerki á mörkuðum í Evrópu settu sitt mark á söluna frá Íslandi. 

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir skatta var yfir afkomuspá. Afkomuspá fyrir árið var á bilinu 700 – 1000 milljónir ISK (€5.0m – €7.0m) en niðurstaða ársins er 1.1 milljarður ISK (€7.4m).  Gert er ráð fyrir áframhaldandi háu þorskverði á árinu og að verð á laxi verði í hærri kantinum fyrri hluta ársins en lækki á síðari hluta.   

Ægir Páll Friðbertsson, CEO 

„Árið 2024 var ár viðsnúnings í rekstri Iceland Seafood og skiluðu öll rekstrarfélög samstæðunnar hagnaði á árinu eftir mjög erfið ár þar á undan. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá þessa rekstrarþróun á fyrsta heila starfsári mínu hjá félaginu jafnframt því að skynja þau tækifæri sem felast í félaginu vegna öflugs starfsfólks, tryggra birgja og öflugra viðskiptavina.  Fram eftir árinu 2024 voru sveiflur í verðum aðfanga og óvissa var á markaði.  Hátt verð var á laxi fram undir mitt ár en það náði síðan jafnvægi sem gerði það að verkum að hagnaður var af laxa tengdri starfsemi.  Á sama hátt urðu breytingar á mörkuðum fyrir hvít fisk á síðasta fjórðungi ársins, salan jókst og var afkoma fjórðungsins ein sú besta sem verið hefur hjá félaginu á þeim ársfjórðungi.  Aukin eftirspurn sem við sáum á ársfjórðungnum eftir hvít fisks afurðum skýrist meðal annars af minni úthlutun þorskkvóta í Barentshafi fyrir árið 2025 og eru allar líkur á því að sú eftirspurn haldist áfram út árið 2025 og til lengri tíma.   

Þessi viðsnúningur í rekstri Iceland Seafood á árinu 2024 er mjög jákvæður í ljósi þess að félagið var að selja erfiðar birgðir sem skiluðu neikvæðri afkomu auk þess sem að vaxtakostnaður hækkaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða sem nam 0.5 milljörðum ISK (€3.6m).  Þessi hækkun vaxtakostnaðar átti sér stað samhliða hækkun vaxta í helstu viðskiptalöndum okkar en þegar líða tók á árið 2024 sáum við vexti fara að lækka sem er jákvætt fyrir félagið. 

Iceland Seafood er sterkt félag sem hefur á að skipa reyndu og öflugu starfsfólki sem hefur verið að glíma við ýmsar áskoranir í rekstrinum á undanförnum árum.  Á árinu 2025 eru allar líkur á að aðfangakeðjan verði áskorun sökum minnkandi kvóta í þorski sem gerir það að verkum að framboðið verður minna en verið hefur mörg undanfarin ár.  Einnig liggur fyrir að það þarf að endurfjármagna um helming af vaxtaberandi skuldum félagsins á árinu og er sú vinna þegar hafin. Báðir þessir þættir geta haft áhrif á rekstur félagsins.  Helstu áherslur félagsins á næstu mánuðum verða því að treysta aðfangakeðjuna, endurfjármögnun og áframhaldandi vinna við endurskoðun á stefnu félagsins með það eitt að markmiði að renna styrkari stoðum undir reksturinn og efla hann til framtíðar.“   

Rafrænn fjárfestafundur 

Í dag klukkan 16:30 GMT mun félagið halda netfund fyrir fjárfesta og markaðsaðila þar sem stjórnendur munu kynna og ræða niðurstöður fjórða ársfjórðungs og 2024. 

Fundurinn er eingöngu á netinu og verður í beinni útsendingu á íslensku á vefsíðum okkar 

www.icelandseafood.com og www.icelandseafood.is 

Sjá hlekk að neðan 

https://vimeo.com/event/4947571/embed/b8ad233675/interaction 

og verður upptaka aðgengileg eftir fundinn á www.icelandseafood.com/investors 

Þátttakendur á fundinum geta sent skriflegar fyrirspurnir fyrir og á meðan á fundinum stendur á póstfangið  [email protected]

Fyrirvari 

Allar yfirlýsingar varðandi framtíðarsýn í þessari tilkynningu endurspegla núverandi skoðanir stjórnenda á framtíðarviðburðum og niðurstöðu. Það að þessar skoðanir séu byggðar á afstöðu sem stjórnendur telja eðlilegar, er engin trygging fyrir því að atburðir og skoðanir verði að veruleika. Framtíðarsýn felur eðlilega í sér óvissu og áhættu;  Niðurstöður geta verið frábrugðnar fullyrðingum eða skoðunum sem setter eru fram. 

Frekari upplýsingar: 

Iceland Seafood International hf.                                                            
http://www.icelandseafood.com/Investors 

Ægir Páll Friðbertsson, [email protected] 

Attachments

  • 254900CJS0OI5B8GO668-2024-12-31-0-en
  • 2024 ISI – Financial Statements Consolidated – Final
  • Q4 2024 Investor Presentation

Powered by SlickText.com

Hot this week

Nokia Corporation: Repurchase of own shares on 26.02.2025

Nokia CorporationStock Exchange Release26 February 2025 at 22:30 EET...

Toll Brothers Announces New Luxury Townhome Community Now Open for Sale in Marietta, Georgia

Toll Brothers at East Cobb Walk offers refined townhome...

Toll Brothers Announces New 55+ Luxury Home Community Coming Soon to Lynnfield, Massachusetts

LYNNFIELD, Mass., Feb. 26, 2025 (GLOBE NEWSWIRE)...

Topics

spot_img

Related Articles

Popular Categories

spot_img