Thursday, December 26, 2024
spot_img

Fjárhagsáætlun 2025

        Rekstrarafgangur eykst milli ára

  • vaxandi umsvif með lækkun vaxta

Tillaga að fjárhagsáætlun 2025 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 6. nóvember. Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 1.246 milljón króna á árinu 2025. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,9% af heildartekjum eða 3.111 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir að rekstur A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæður um 3.564 milljónir króna og afkoma A-hluta verði jákvæð um 314 milljónir króna.

Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta verði um 52,7 milljarðar króna árið 2025 og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði um 47,1 milljarður króna. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar er traust og skuldaviðmið skv. reglugerð 520/2012 áætlað 89% í lok næsta árs. Útsvarsprósenta á árinu 2025 verður áfram 14,93% og álagningarprósenta fasteignaskatts og tengdra gjalda óbreytt á milli ára. 

Helstu tölur úr fjárhagsáætlun 2025

  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta jákvæð um 1.246 milljónir króna
  • Rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 314 milljón króna
  • Skuldaviðmið áætlað um 89% í árslok 2025 
  • Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 3.111 milljónir króna eða 5,9% af heildartekjum
  • Útsvarsprósenta áfram 14,93%
  • Álagningarprósenta fasteignaskatta verður óbreytt milli ára og er gert ráð fyrir að fasteignagjöld muni lækka að raungildi milli ára að meðaltali
  • Gert er ráð fyrir að almenn hækkun á gjaldskrá verði í takti við spá um ársverðbólgu á næsta ári eða 3,9%
  • Áætlaðar fjárfestingar nema um 8,7 milljörðum króna

„Rekstur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar heldur áfram að styrkjast og er jákvætt að gert er ráð fyrir auknum rekstrarafgangi á næsta ári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. „Eftir kröftuga uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis undangengin ár drógu háir vextir  tímabundið úr hraða lóðaúthlutana og byggingarframkvæmda á yfirstandandi fjárhagsári. Með hjaðnandi verðbólgu og lækkun vaxta sjáum við fram á vaxandi umsvif á ný á komandi árum. Á tímum mikillar innviðauppbyggingar er mikilvægt að halda lántökum í lágmarki og skuldahlutföllum hóflegum. Undanfarin ár hefur rekstur sveitarfélaga liðið fyrir það að auknum þjónustukröfum hafa ekki fylgt tekjustofnar til þess að standa undir þeim. Mikilvægt er að brugðist verði við því af hálfu stjórnvalda en metnaður Hafnarfjarðar er að veita íbúum framúrskarandi þjónustu áfram eins og hingað til.“

Helstu framkvæmdir árið 2025

Fjárheimild til framkvæmda árið 2025 er um 8,7 milljarðar króna. Í fjárhagsáætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í grunnþjónustu, svo sem skólamálum, umhverfismálum, samgöngum, íþróttaaðstöðu og húsnæðis- og veitumálum. Aukið fjármagn verður sett í skipulagsmál, sem er forsenda fyrir áframhaldandi framkvæmdir.

Hafist verður handa við að reisa skóla í nýrri íbúðabyggð í Hamranesi og samhliða verður unnið að lagfæringum og uppbyggingu skóla og skólalóða víðs vegar um  bæjarfélagið. Haldið verður áfram frágangi á nýbyggingarsvæðum víðs vegar um bæinn, svo sem við malbikun,  gerð stétta, stíga og leiksvæða sem og almenna grænkun svæða. Jafnframt verðu unnið að endurgerð gönguleiða í eldri hverfum, þar með talið viðhaldi og frágangi gangstétta. Áfram verður unnið að uppbyggingu vistvænna samgangna, svo sem stíga og hjólreiðastíga, auk þess sem áhersla verður lögð á umferðaröryggismál. Þá verður lögð áhersla á að hvetja til uppbyggingar rafhleðslustöðva í hverfum bæjarins.

Nýr sex deilda leikskóli verður vígður í upphafi árs í Hamranesi. Bókasafn í miðbæ og búsetukjarni eru einnig í framkvæmd. Nýtt knatthúss verður tekið í notkun á Ásvöllum á árinu sem og reiðhöll á félagssvæði hestamannafélagsins Sörla. Endurgerð Suðurbæjarlaugar heldur áfram með bættri búningsaðstöðu. Loks má nefna að stefnt er að aukinni hagkvæmni og bættri lýsingu í húsnæði og lóðum stofnana bæjarins með led-lýsingu, auk fjölmargra annarra verkefna. Áfram verður haldið með að tryggja afkastagetu fráveitu- og vatnsveitu og afhendingaröryggi vatnsveitu.

Afgreiðsla fjárhagsáætlunar

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar er lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 6. nóvember 2024. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2026-2028. Gert er ráð fyrir að seinni umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verði þriðjudaginn 3. desember 2024.

Attachment

  • Fjárhagsáætlun Hafnrfjarðarbæjar 2025 og 2026-2028 – Fyrri umræða

Powered by SlickText.com

Hot this week

Himax Solidifies Leadership in Automotive OLED and LCD Technologies at CES 2025

Unveiling Comprehensive Automotive Display Solutions to Drive Next-Generation Smart...

Bitcoin, Ethereum Rise, Dogecoin Slides Amid Positive Christmas Sentiment: Analyst Cautions $110K Target For BTC Possible Only When…

Leading cryptocurrencies remained rock steady on Christmas day, retaining...

El Erian Explains Why US Economy Is ‘Likely To Continue Outperforming Other Major Economies In 2025’

In the face of global and national political upheavals,...

Topics

Himax Solidifies Leadership in Automotive OLED and LCD Technologies at CES 2025

Unveiling Comprehensive Automotive Display Solutions to Drive Next-Generation Smart...

Here’s How Much You Would Have Made Owning Apple Stock In The Last 15 Years

Apple AAPL has outperformed the market over the past...
spot_img

Related Articles

Popular Categories

spot_img